Fundargerð stjórnar 25. janúar 2019

Stjórnarfundur HEILAHEILLA haldinn föstudagin 25. janúar 2019 kl.17:15 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri. Allir mættir

Gengið til dagskrár skv. útsendri dagskrá:

1. Formaður gefur skýrslu
Formaður bauð fundarfólk velkomið. Rifjaði upp nýliðinnsamráðsfund. Formaður hefur verið að vinna í félagaskrá m.t.t. nýrra laga um persónuvernd. Nú verður fólk að staðfesta þátttöku sína í félögum.

2. Fjármál félagsins

Í máli Páls Árdal kom fram að um 3.000.000 séu á bankareikningum og þá búið er að borga Eflingu fyrir söfnun auglýsinga í blaðið. Reikningar komnir suður til bókara. Ættu að vera tilbúnir í byrjun febrúar. Kolbrún minnir á að senda reikninga fēlagsins til SAFE sem er nauðsynlegt vegna styrkja. Þórir athugar það. Rætt um fagstyrki frá SAFE og fl.

3. Aðalfundur félagsins.

Verður 16. febrúar. Gögn fari út hálfum mánuði fyrrt eða í síðasta lagi 29. jan. Fundur verður boðaður með bréfpósti til felagsmanna og samþykkt var að hafa eina auglýsingu í blaði. Nú er kosið um embætti gjaldkera, ritara og tveggja varamanna. Fjallað um lögin. Þeir sem gefa kost á sér gefi skýrslu um sjálfa sig til formanns. Aðalfundur verður í húsnæði Öryrkjabandalagsins. Minna fólk á að borga árgjöld. Páll vill að félagsgjöldin verði óbreytt. Samþykkt.

4. Flettiskiltið.

Fimmtán læknar hafa fengið það í hendur. Engar athugasemdir hafa komið fram. Verður prentað sérstaklega í byrjun febrúar.

5.   GoRed. Heilaheill fékk 4 boðsmiða á GoRedráðstefnuna. Þeir eru gegnir út.

2. febrúar, laugardagur verður fundur, laugardagsfundur. Formaður gerði grein fyrir honum.

6. Önnur mál. Rætt um svot greiningu.

Fleira ekki tekið fyrir.

Baldur Kristjánsson

Ritari.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur