Fundargerð stjórnar 20. febrúar 2020

Stjórnarfundur var haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl.17:00 í Oddsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri.
Mætt:  Þórir Steingrímsson, form., Baldur B.E. Kristjánsson, ritari og Bryndís Bragadóttir, varamaður og Páll Árdal, gjaldkeri, á Akureyri.
Fjarverandi:  Kolbrún Stefánsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá hafði verið send út til stjórnarmanna á netinu líkt og vanalega. Enginn gerði athugasemd við dagskrána. Gengið var til dagskrár.

Dagskrá:
1. Formaður gefur skýrslu.
2. Gjaldkeri greinir frá fjárhagsstöðunni.
3. Aðalfundurinn 29. feb.
4. Stefnumótaþing ÖBÍ fös/laug 27.-28. mars nk.
5. Sumarferðin.
6. Önnur mál

  1.  Formaður gefur skýrslu.  
    Formaður skýrði frá því að verið væri að athuga í samráði við félagsmálaráðuneytið hvað Rasko ( sbr. fundargerð síðasta fundar) væri og hve gáfulegt væri fyrir Heilaheill að tengjast því með verkefnum sem Rasko hrindir úr vör.
    Formaður skýrði frá því að unnið væri að því að stofna sérstaka deild á Landsspítalanum fyrir slagþola.
    Þá er árleg umsókn til Öryrkjabandalagsins í undirbúningi en hún verður að berast fyrir 10. mars.
  2. Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagsstöðunni.  
    Innistæða á reikningum félagsins er nú 342.000 og útistandandi skuld 40.000 krónur. Að öðru leyti er vísað í Ársreikning sem stjórnarmenn undirrituðu á fundinum og lagður verður fyrir aðalfund 29. febrúar n.k..
  3. Aðalfundurinn 29. feb.  
    Gísli Ólafur Pétursson hefur samþykktbað bjóða sig fram sem fundarstjóri á aðalfundinum n.k. laugardag kl. 13. Fram kom á fundinum að enginn nema núverandi formaður hefði boðið sig fram til formanns það tímanlega að geta hagnýtt sér kynningu á heimasíðu félagsins. Kosið verður um formann á fundinum en kjörtímabili annara stjórnarmanna lýkur ekki fyrr en á næsta ári.
  4. Stefnumótaþing ÖBÍ fös/laug 27.-28. mars nk..  
    Stjórnarmennirnir Þórir, Bryndís og Baldur verða aðalfulltrúar Heilaheilla á stefnumótunarþingi Öryrkjabandalagsins í lok mars. Kristín Árdal,  Lilja Stefánsdóttir og Gísli Geirsson verða varafulltrúar.
  5. Sumarferðin.
    Ekki var tekin ákvörðun um Sumarferð. Fram kom í umræðum að almennt talað væri þátttaka í sumarferðum slakari en verið hefði og voru ýmsar skýringar settar fram.
  6. Önnur mál:
    • Ákveðið var að halda fyrirhugaðan frestaðan Heilaheillaráðsfund laugardaginn 6. mars hér að Sigtúni 42, Reykjavík..
    • Samþykkt var að hækka laun gjaldkera úr 15000 krónum í 25.000 krónur þar sem sú upphæð væri í meira samræmi við vinnuframlag hans sbr. fundargerð síðasta fundar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.18:15

Baldur Kristjánsson.
ritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur