Fundargerð stjórnar 12. maí 2018 – Akureyri

Stjórnarfundur Heilaheilla haldinn laugardaginn 12. maí 2018 á Icelandair Hótel Akureyri.

Fundur settur kl. 11:10.  Mættir Þórir, Páll, Kolbrún, Baldur og Haraldur

  1. Skýrsla formanns. Formaður gaf skýrslu. Bauð fundarfólk velkomið á fyrsta stjórnarfund þar sem allir hittast. Formaður gerði grein fyrir fundi með Samtaug þar sem kom m.a. fram vilji til aukinnar samvinnu sjúklingafélaga innbyrðis og við lækna. Rætt var um Slagdag í haust á Akureyri og í Reykjavîk. Formaður minntist á þýðingu á flettiskiltum, samvinnu við lækna o.fl.. Gerði grein fyrir fundum þar sem appið er kynnt. Lögð var áhersla á varfærni í útgjöldum (Kolbrún). Rætt um hverjir fara í fundarferðir og hlutverk þeirra (Baldur). Varað var við því þekking sitji uppi í einum manni. Fram kom vilji að dreifa þekkingu innan stjórnar. Fram kom ánægja með fundarferðir og rætt töluvert um fyrirkomulag þeirra. Starf þóris er nú falið í þvî að kynna appið (Kolbrún), Ráðuneytið biður um skýrslu fyrir 16. september.
  2. Lagt fram yfirlit yfir fjármál félagsins. Eigum 2,6 miljónir í sjóði núna.  Fundarferðir, nokkrar umræður urðu um þær. Ekki er gert ráð fyrir útgjöldum vegna fleiri kynningarferða á þessu ári. Rætt um tæknileg atriði á Slagdegi, mæling á blóðþrýstingi o.fl. Einbeitum okkur að litlum stöðum (Haraldur). Búið er að finna lykilmenn.með fundum víðsvegar. Fjöldinn allur af slagþolum um land allt sem við höfum ekki hugmynd um. Halda slagdaginn á þeim stöðum. (Rætt fram og aftur um Slagdag og fundi).  Rætt um SAFE. SAFE er alltaf að stækka. Umræður urðu nokkar um hvað við eigum að ganga langt í þáttöku í SAFE. Almenn skoðun: Taka þátt í samstarfinu en eyða sem minnstu fé í það.  Vera með, taka þátt, fá þekkinguna, Samt sem áður ef við fáum spurningar láta þá í ljós skoðun okkar á þróun samtakanna t.d.. Rætt um hvort við eigum að sækjast eftir því að hafa stjórnarmann eða ekki! Fram kom sú skoðun að það væri í lagi ef kostnaður væri lítill.. Spurt var: Er ekki hægt að streyma stjórnarfundum hjá SAFE. Rætt um tæknileg atriði.
  1. Slagorðið. Fram kom að útgáfa Slagorðsins er á beinu brautinni. Verður eins og verið hefur. Allir á því að Pétur Bjarnason verði ritstjóri eins og áður. Miðað verði við útgáfu á slagdaginn og söfnun verði eins og áður.
  1. Önnur mál. Rætt um hvernig kynningarfundir okkar eru auglýstir (Haraldur). Gott að nota staðbundna miðla. Rætt um kostnað við drefibréf, fjölpóst. þóri falið að hafa samband við Landsbjörgu og athuga meðp samstarf vegna appsins.  Rætt um að skipuleggja (sumar)ferð þar sem fólk að sunnan og norðan hittist. t.d. á Hvammstanga. Ekkert ákveðið.  Fram kom sú skoðun að (sjúklinga)félögin úti á landi starfi (meira)saman að ýmsum málum. (Haraldur)
  • Fleira gerðist ekki.
  • Fundi slitið kl. 12:15
  • Sama dag á sama stað kl. 13:00 var haldinn sameiginlegur fundur með Hugarafli og mættu 35 manns á þann fund sem var mjög vel heppnaður. Forsvarsmenn Heilaheilla og Hugarafls Þórir Steingrímsson og Stefán John töluðu um félögin. Páll Árdal setti fundinn.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur