Ingileif Thorlacius

Ingileif Thorlacius

Vorið 1997 veiktist ég af því sem reyndist síðar vera heilaslag. Ég kastaði upp í þrjá sólarhringa og mamma mín sem var að reyna að hjálpa mér eldaði bláberjasúpu og fleira til að slá á uppköstin en ekkert gekk.  Að lokum ákváðum við að hringja á lækni sem kom heim og sendi mig á Bráðavaktina eftir að húðskamma okkur mæðgurnar. Mér finnst nú ekki að það hafi beinlínis verið það sem við þurftum mest á að halda á því augnabliki, þ.e. skammirnar. Ég var 35 ára og mamma 57 ára og hvorug hafði neina reynslu af þessum sjúkdómi.  Ég hafði verið heilsuhraust alla ævi.
Eftir fyrstu rannsóknir á spítalanum kom niðurstaðan. Heilablóðfall eins og það hét þá og læknarnir gátu tímasett það viku aftur í tímann. Dagsetningin passaði nokkurn veginn við upphaf þess sem ég hélt vera gubbupest eða flensa og nokkrir kunningjar mínir höfðu haft orð á því að ég liti ekki fullkomlega eðlilega út en ég skellti skuldinni á pestina. Ég lá svo í u.þ.b. mánuð á Landspítalanum, á Taugadelld og var rannsökuð í bak og fyrir. Í fjölskyldunni er engin saga um heilablóðfall og mér var sagt að mitt tilfelli væri eitt af þessum þar sem engin sýnileg ástæða er fyrir hendi. Jafnframt var mér sagt þegar ég útskrifaðist að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur og ég hlýddi því.
Ég var óvinnufær allt sumarið eða í þrjá til fjóra mánuði.  Ég var mjög þreytt en að öðru leyti virtist ég sleppa vel frá þessu áfalli.
Fyrstu jólin eftir heilablóðfallið voru gleðileg. Ég á góða fjölskyldu – foreldra og fjórar systur – sem hefur staðið þétt að baki mér.  Ég og dóttir mín sem þá var nýorðin fjögurra ára vorum hjá foreldrum mínum um jólahátíðina.  Síðan hef  ég reyndar veikst af öðrum sjúkdómum í heila sem mér finnst líklegast að eigi sömu rætur og heilaslagið. Ég hef fengið tvö stór flogaköst og er á flogalyfjum sem halda aftur af flogaveiki ef hún er til staðar og í sumar fékk ég svo heilaæxli og var skorin upp við því.  Aðgerðin virðist sem betur fer hafa tekist vel.

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur