Fundargerð stjórnar 7. apríl 2017

Fundur í stjórn Heilaheilla  7. apríl 2017 kl.17:00,
í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík!

Allir mættir þ.e. Þórir Steingrímsson, Baldur Kristjánsson, Axel Jespersen, Kolbrún Stefánsdóttir og Páll Árdal í gegnum netsamband.

Gengið var til boðaðrar dagskrár. 

Formaðurinn gefur skýrslu. Í máli formanns kom fram að Þórir og Sigríður Sólveig Stefánsdóttir fóru til Stokkshólms  á fund Nordiske Afasiradet. Fjallað var um málstol og gáfu þau skýrslu um ástand mála hér og fengu samskonar. Í ráði er að koma upp Heilaheillaráði sbr. síðustu fundargerð. Velt var upp nöfnum og samþykkt var að hafa samband við fólk og skipa í ráðið á næsta fundi. Formaður og annar úr stjórn sitji í ráðinu.

Fjármál félagsins. Axel flutti skýrslu. Við höfum nú á bankabók tæpar 3.000.000 króna.

Búið er að borga Öflun (blaðið). Næsta blað er fyrirhugað í haust. Búið er að vinna mikið efni. Hagnaður var af blaðinu (Slagorðinu) var á síðasta ári u.þ.b. 700 þúsund kr.. Axel tekur útkomu Slagorðsins betur fyrir á næsta fundi.

Ráðning framkvæmdastjóra skv. 5. tl. stjórnarfundar. (síðasta fundar). Undir 5. lið stjórnarfundar 15.03.2017 var samþykkt að Axel gjaldkeri og Þórir formaður settu niður tillögur sameiginlega eða sitt í hvoru lagi og kynntu þær á næsta fundi. Þórir lagði til að samningir við sig yrði endurnýjaður og  Axel vill að auglýst verði eftir framkvæmdastjóra.
Þórir vék af fundi.
Samþykkt að endunýja samning við formann, án upphæðar í bili, en Axel og Kolbrún meti vinnuframlag hans til tekna og einnig möguleika félagsins til greiðslna. (geri drög að fjárhagsáætlun). Geri þau tillögur um upphæð á næsta fundi.  Gerð var tillaga um það að skoða það að ráða á næsta ári starfsmann í hlutastarf í stað þess að ráða framkvæmdastjóra.
Þórir kemur aftur inn.
Inn á fundinn barst fjárveiting frá Velferðarráðuneytinu um 2.000.000 króna styrk til stuðnings, fræðslu og ráðgjafar við félagsmenn.

Sumarferð 2017. Formaður gerði tillögu um að farið yrði í sumarferð til Vestmanneyja síðsumars. Miðað yrði á helgina eftir Verslunarmannahelgi. Páll gerði tillögu um ferð fyrir norðan. Samþykkt.

Önnur mál. Páll þakkaði fyrir laugardagsfundinn á Kjarvalsstöðum.

Axel bað um upplýsingar um stöðu gagnvart Afasiradet og Félagi talmeinafræðinga. Málin hafa verið á könnu Axels sem viðraði hugmyndir í þessum efnum. Hugmyndir sem byggja á frumkvæði Heilaheilla en stuðningi félags talmeinafræðinga. Kolbrún viðraði hugmyndir um námskeiðastillögur. Mikilvægt væri að virkja viljann til að reyna. Umræður. 

Kolbrún viðraði hugmynd um að sækja um styrk til Evrópuráðsins sem auglýsir stryrki í þessa veru. 

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 18:40.

Baldur Kristjánsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur