Fundargerð stjórnar 3. mars 2017

Stjórnarfundur nýkjörinnar stjórnar Heilaheilla  var haldinn föstudaginn 3. mars kl.17:00 að Sigtúni 42, Reykjavík með beintengingu norður á Akureyri.

Mætt:           Þórir, Baldur, Kolbrún og Páll í fjarsambandi. Gísli Ólafur sat fundinn.
Fjarverandi:  Axel Jespersen

Dagskrá:

Stjórnin skiptir með sér verkum. 
Ritari aðalfundar rak augun í ósamræmi milli atkvæða og fjölda greiddra atkvæða á aðalfundinum. Var því ákveðið að telja atkvæðin aftur og var Gísli Ólafur Pétursson kallaður til og samþykkti endurtalningu. Á aðalfundinum sýndi talning að Kolbrún væri atkvæði ofar en Baldur en endurtalning sneri þessu við. Endurtalningin fór fram undir forystu Gísla Ólafs Péturssonar sem hafði varðveitt öll gögn og voru allir viðstaddir endurtalningu nema Axel Jespersen. Fram komu og talin voru 17 atkvæði og hlutu Axel og Baldur níu atvæði og Kolbrún átta. Engin seðill var ógildur en einn seðill skilaði sér ekki á aðalfundinum.  Allir voru sáttir við niðurstöðuna og komu engar athugasemdir fram. Að talningu lokinni skipti stjórnin með sér verkum þannig að Axel er gjaldkeri og Baldur ritari.

Ráðning framkvæmdastjóra.
Kolbrúnu og Axel falið að vinna það mál áfram.

Nordisk Afasiråd;
Um er að ræða fund í vor um málstol þar sem Heilaheill á rétt á að senda tvær manneskjur. Samþykkt að Þórir og Páll könnuðu málið meðal málstolsfólks.

Umsókn ÖBÍ;
Kolbrún hendi reiður á því.

Sumaferð 2017:
Samþykkt að stefna á sumarferð og þá helst til Eyja, annars eitthvað annað t.d. vestur í Dali. Rætt um nauðsyn þess að hafa gagnkunnuga manneskja með. Rómuð var síðasta ferð sem var á Njáluslóðir undir leiðsögn Bjarna Eiríks Sigurðssnar. Þóri var falið að vinna að ferð.

Útgáfa Slagorðsins.
Samþykkt að stefna að útgáfu. Fram kom að Pétur ritstjóri vill stýra næsta blaði og var það saþykkt.

Önnur mál.
Engin sérstök má tekin fyrir.

Fleira gerðist ekki,

Fundi slitið

Baldur Kristjánsson
ritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur