Fundargerð stjórnar 12. mars 2019

Stjórnarfundur, þriðjudaginn 12. mars 2019 kl.17:00 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri.

Mætt:  Þórir Steingrímsson, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Bryndís Bragadóttir og Páll Hallfreður Árdal, í fjarskiptum.

Útsend dagskrá samþykkt.

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu. Styrkumsókn til Öryrkjabandalagsins til að koma á málstolsteymi liggur inni. Ellefu manns hafa sótt um þáttöku í málstolshóp sem Bryndís og Baldur sjá um. Formaður hefur sótt um 3,7 miljónir í styrk til þess að anna hugsanlegri formennsku í AFASIRÅD.  Kolbrún spyr um siðareglur, hvort þær voru sendar út. Formaður upplýsti að svo hefði verið.
  2. Fjármál félagsins. Að sögn gjaldkera Páls H. Árdal eru rúmlega 2.5 miljónir inná reikningum félagsins. Engar stórir reikningar útistandandi. Gjaldkeri álítur þetta allt í sómanum.
  3. Áætlaðar fyrirlestraferðir. Formaður hefur lagt drög að því að fara á vesturlandið. Áætlað er að fara í Borgnes 21. mars.  Samþykkt að Baldur og Þórir færu. Kolbrún nefndi það að gera sérstakar fjárhagsáætlun fyrir þessar ferðir. Hlaut ekki hljómgrunn. Rætt um hvernig auglýsa skuli. Dagskrár og Samfélagsmiðlar nefndir, hefur verið svo. Samþykkt var að fara á næstunni í Búðardal, til Hólmavíkur, á Hvammstanga og á Blönduós. Sauðárkrókur og Siglufjörður voru metnir á starfssvæði Páls og óvíst hvenær farið yrði á þá staði. Leitast verði við að fara á staði á sem hagkvæmasta máta og fara á fleiri en einn stað í hverri ferð.
  4. Nordisk Afasiråd . Addý Guðjóns Kristinsdóttir talmeinafræðingur og Baldur Ermenrekur fara í byrjun apríl á aðalfund sem verður í Helsinki.  Addý Guðjóns kemur í stað Þórunnar Halldórsdóttur sem forfallaðist.
  5. Samstarfsaðilar. Formaður leggur til að við höfum eins marga samstarfsaðila og við getum í því að kynna heilaappið. Minntist á þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar í því samhengi. Dyr okkar opnar um samstarf. Allir samhuga um það.
  6. Flettiskiltið. Ekkert nýtt að frétta. Sjá síðustu fundargerð. Ráðuneytið kostar dreifinguna að áliti stjórnar.
  7. Önnur mál. Varðandi Slagorðið. Pétur Bjarnason er tilbúinn að halda áfram ritstjórn. Samþykkt. Vill fá að taka viðtöl við fagaðila og fá efni hjá þeim. Stjórnin á sama máli. Samþykkt að stefna á útgáfu í haust en málið er í höndum Péturs.  Nokkrar umræður urðu um stjórnarkjör á síðasta aðalfundi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið.

Baldur B E Kristjánsson

ritar

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur