“Mörður hét maður, er kallaður var gígja…”

Félagar Heilaheilla og gestir fylktu liði í rútu að Hátúni 12, laugardaginn 12. ágúst s.l.  Góð þátttaka var og veður var hið ákjósanlegasta.  Lagt var af stað að morgni og á leiðinni austur bauð formaður Heilaheilla alla velkomna og bað þá vel að njóta.  Sól skein í heiði og fjallahringurinn sem og útsýnið til Eyja […]

Glitnir styrkir Heilaheill

Eins og greint var frá hér á heimasíðunni þá hafði Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Glitnis, er fékk heilaslag 18.07.2006, forgöngu um að samstarfsmenn sínir hlypu til styrktar Heilaeheill í Glitnishlaupinu 19. ágúst s.l.. Þó svo að hún hafi ekki verið búin að jafna sig eftir áfallið, þá mætti hún á staðinn í hjólastól eins og áður […]

Fræðslusamstarfið hafið með LSH

Miðvikudaginn 20.09.2006 var fundur í samskiptum fulltrúa SAMTAUGAR, samkvæmt yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og SAMTAUGAR á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi, sem Heilaheill er aðili að. Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin […]

Sérstök “Stroke deild” á B2?

Miðvikudaginn 4. október 2006 var fyrsti fyrirlesturinn á vegum taugadeildar B2 á LSH, fyrir starfsfólk á B2 og Lyf 1 og sem liður í fræðsluátaki sem SAMTAUG er þátttakandi í.  Heilaheill er fyrsti aðilinn til þess að nýta sér þessa fræðslu og flutti Jón Hersir Elíasson, læknir, fyrirlestur um heilablóðfall, ýmislegt mikilvægt um “stroke”, rannsóknir […]

Áfall, en ekki endirinn!

Ákveðið hefur verið að halda málþing HEILAHEILLA að Hótel Sögu , A-sal laugardaginn 21 október 2006 undir heitinu: “Áfall, en ekki endirinn!” Í málþingsnefnd Heilaheilla sátu Ingibjörg Sig.Kolbeins, hjúkrunardeildarstjóri, LSH, Ingólfur Margeirsson, blaðafulltrúi Heilaheilla, Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur LSH og Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla. 09:00 – 09:10 Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra setur þingið. 09:10 – 09:30 […]

Slag-eining bjargar mannslífum!

Málþing HEILAHEILLA var haldið í Súlnasal Hótel Sögu, Radisson SAS, laugardaginn 21. október s.l undir heitinu “Áfall, en ekki endirinn!”. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, setti þingið og tók Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, við fundarstjórn. Að loknu ávarpi Þóris Steingrímssonar, formanns Heilaheilla, voru haldnir fyrirlestrar. Sérfræðingar hver á sínu sviði, læknar, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfarar, félagsráðgjafi héldu […]

Hið hættulega, læknis-fræðilega umhverfi sjúklinga

Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi, og taugaræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar annast aðstoð sem hamlar sjúklingi daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu máli á ný. Sjúkraþjálfari […]

Hin dýrmæta reynsla

Ingólfur Margeirsson

Hvernig getum við hjálpað fólki sem er nýbúið að fá slag? Við sem höfum fengið slag, könnumst við þá einmanalegu tilfinningu að vakna upp á endurhæfingarspítala vitandi vart í þennan heim eða annan. Með tímanum, þegar við náum áttum, sækja hugsanir að okkur, flestar óþægilegar; hvað verður nú um mig? Er ég sloppinn úr lífshættu? […]

Líftemprun

Svavar Geirsson (54) sem fékk heilablóðfall sýnir framfarir í hvert sinn sem hann fer til meðferðar í Ulvik. [Nýleg umfjöllun í norsku blaði] Svavar fékk hjálp í Ulvik Þessi vingjarnlegi Íslendingur hefur uppgötvað að hann getur sameinað tvennt sem hann hefur mikla ánægju af. Það er að heimsækja dóttur sína sem býr í Ulvik og […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur