Aðalfundargerð 2020

Laugardaginn 29. febrúar kl.13.00 var aðalfundur Heilaheilla haldinn að Sigtúni 42, 105 Reykjavík og með beintengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureyri.  Mættir voru fimmtán að Sigtúni, Reykjavík og fimm í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureryri.

Formaður bauð fundarfólk velkomið og gerði tillögu um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra og Baldur Kristjánsson sem fundarritara. Hvortveggja var samþykkt samhljóða. Gísli Ólafur tók við stjórn. Páll H. Árdal var tengiliður við þá norðanmenn.

Fundarstjóri upplýsti að fundargerð síðasta aðalfundar hefði verið lögð fyrir fyrsta stjórnarfund eftir aðalfundinn, sem er aðgengileg á vefsíðu félagsins og engar athugasemdir gerðar. Hægt væri þó að bera fram athugasemdir þó hún formsins vegna væri samþykkt hér.  Engin athugasemd kom fram um fundaboðið og gengið var til auglýstrar dagskrár.

  1. Skýrsla stjórnar félagsins.
    Þórir Steingrímsson flutti skýrsluna og útlistaði starf HEILAHEILLA er var mikið á s.l. ári. Vitnaði hann í orð heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur er lofaði starf félagsins á ráðstefnu/málþingi þessí Norræna Húsinu á alþjóðadegi slagþolenda (World Stroke Day) 29. október sl.. Þá var mikið um kynningarfundi um allt land, er settu svip sinn á starf samtakanna. Haldnir voru kynningarfundir á um 20 stöðum um allt land.
  2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
    Páll fór yfir reikninga félagsins er fylgdu á borðum fundarmanna.  Kolbrún Stefánsdóttir spurði um einstaka liði er vörðuðu kostnað við blað, greiðslur til Öflunar ehf. er safnar styrktaraðilum og auglýsingum, kostnað við prentun, greiðslur til fyrirlesara, – svo það helsta sé nefnt. Páll leysti greiðlega úr fyrirspurnum Kolbrúnar er var sátt við svörin/upplýsingarnar sem og aðrir fundarmenn.  Engar tillögur komu fram um breytt árleg félagsgjöld 1.000,- kr..  Ársreikningar  og skýrsla stjórnar voru borin upp til samþykktar og samþykkt samhjóða.
  3. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu.
    Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum.
  4. Kosning stjórnar.
    Fundarstjóri upplýsti að aðeins yrði kosið um formann á þessum fundi þar sem kjörtímabili annara stjórnarmanna rynni ekki út fyrr en að ári. Aðeins einn, Þórir Steingrímsson, hefði gefið kost á sér tímanlega fyrir kynningu á vefsvæði félagsins. Fundarstjóri auglýsti eftir fleiri framboðum. Ekkert kom fram. Þórir var endurkosinn með lófataki til þriggja ára skv. lögum félagsins.
  5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
    Kosning skoðunarmanna reikninga og stungið var upp á Þór Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur endurkosin með lófataki. Aðrar tillögur komu ekki fram.
  6. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
    Ekki lá fyrir skrifleg fjárhagsáætlun. Formaður gerði grein fyrir þeirri áætlun stjórnar, að starfið yrði með svipuðu sniði og verið hefði með þeirri breytingu þó að minna yrði um kynningarfundi, er verið hefði á síðasta ári og engar athugasemdir komu fram.‘
  7. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.   
    Formaður bað um heimild fundarins til þess að finna fólk til setu í ráðum og nefndum svo sem verið hefði skv. þessu ákvæði og skv. 5.tl. 6.gr. laganna  t.d. að finna fulltrúa á þing Öryrkjabandalagsins enda lægi þetta vald hjá stjórn félagsins. Verkefninu vísað til stjórnar.
  8. Önnur mál.
    Baldur Kristjánsson og Kolbrún Stefánsdóttir tóku til máls um fundargerðir og annað. Baldur taldi rekstur félagsins góðan. Starf og framganga formanns væri síst ofmetin. Kolbrún taldi að fundargerðir ætti að samþykkja með formlegum undirskritum. Ritari var ekki á þeirri línu. Spurt var um fá greidd félagsgjöld. Páll upplýsti hve innheimta gegnum banka væri dýr. Fundarstjóri hvatti til þess að tölvupóstleiðin væri notuð. Fleira gerðist ekki.

    Fundi slitið kl. 14
    Baldur Kristjánsson, ritari

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur