Aðalfundargerð 2008

Aðalfundur Heilaheilla haldinn föstudaginn 22.02.2008 kl.16:00-18:00 í Hringsal LSH og með fjarfundarbúnaði til Fjórðungssjúkráhússina á Akureyri (FSA).
Formaðurinn Þórir Steingrímsson (ÞS), setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og stungið var upp á Ellert Skúlasyni (ES) sem fundarstjóra og Helgu Sigfúsdóttur (HS) sem fundarritara og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Gengið var til dagskrár aðalfundar skv. 7.gr. félagsins:
1.            Skýrsla stjórnar félagsins:
ÞS upplýsti að fundargerð síðasta aðalfundar (2007) hefði glatast og baðst velvirðingar á því og fundarmenn gerðu engar athugasemdir við það.  Því var skýrsla stjórnar næst á dagskrá, hana flutti ÞS og fjallaði m.a. um hlutverk félagsins sem hagsmunafélags þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall) með þátttöku aðstandenda og fagaðila. Félagið væri opið öllum sem áhuga hefðu á málefninu. ÞS kom einnig inn á setu sína sem formanns Heilaheilla í stjórn Sjálfsbjargar og sem slíkur hefði hann verið beðinn að taka sæti Sjálfsbjargar í stjórn Öryrkjabandalagsins sem hann hefði fallist á.  Einnig fjallaði Þórir um “notendastýrða þjónustu” sem er þjónustuform fyrir öryrkja að norrænni fyrirmynd.
2.            Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar.
Var þá komið að skýrslu Eddu Þórarinsdóttur (EÞ) gjaldkera. Þar kom m.a. fram að von er á auknum styrk frá ríkinu á þessu ári miðað við undangengin ár. Nokkrar fyrirspurnir og umræður urðu m.a. um styrki sem félagið hlaut á sl ári, húsaleigu og möguleika á nýjum tekjustofnum. Reikningar voru síðan samþykktir í atkvæðagreiðslu.
3.            Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu.
Eftir stutt kaffihlé kynnti ÞS framkomna lagabreytingartillögu er varðar 5. gr. félagsins, er varðar setu stjórnar.  Athugasemd kom frá Ævarri Hjartarsyni (ÆH) varðandi 7.gr. hvernig boðað yrði til aðalfundar, þar sem bætt yrði inní greinina “með tölvupósti”. Sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn þar sem orðalagið “..bréflega og/eða á annan hátt…” þótti nægja.  Breytingatillaga um að kosið væri í stjórna á 3ja ára fresti var samþykkt og síðan login í heild sinni.
4.            Kosning stjórnar.
Þá var gengið til stjórnarkjörs.  Formaðurinn var kosinn sérstaklega og ÞS var einn í framboði og því sjálfkjörinn.  Þá var gerð tillaga um meðstjórnendur, þau EÞ, ES, Albert Pál Sigurðsson (APS) Sigurð H Sigurðarson (SHS) í aðalstjórn og þau Kristínu Stefánsdóttur (KS) og Magnús Pálssyni (MP) í varastjórn.  Engin önnur tillaga var gerð og því voru þau sjálfkjörin.
5.            Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
Tillaga var gerð um að Bergur Jónsson (BJ) og ES væru skoðunarmenn félagsins og voru þeir samþykktir, þar sem ekki fleiri tillögur bárust.
6.            Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar.
EÞ gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og voru engar athugasemdir gerðar við hana.
7.            Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í ráð og nefndir.
Þeir Kristján Eiríksson (KE) og Birgir Henningsson (BE) voru einir í framboði í ferðanefnd og samþykktir og viðruð var hugmynd að sumarferðin væri til Akureyrar og nágrenni sem hugsanlegur áfangastaður.
8.            Önnur mál.
Undir liðnum önnur mál greindi Gunnar Finnsson (GF) formaður Hollvinasamtaka Grensáss frá hugmyndum um viðbyggingu við Grensás, sem Sjóvá hefur lýst sig tilbúið að styrkja.  Þessi nýbygging myndi hýsa sjúkra-og iðjuþjálfun.
Formaður flutti lokaorð og fundi slitið kl.17:45
Helga Sigfúsdóttir, fundarritari.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur