02.06.2017
Smámunir heilla HEILAHEILL!

Félagar HEILAHEILLA gerðu sér glaðan dag laugardaginn 27. maí s.l. og fóru í góða dagsferð inn Eyjafjörð.  Var Jólahúsið heimsótt og höfðu menn gaman að.  Síðan var farið í Holtssel þar sem gæddu sér á veitingum.  Þar var dvalið dágóða stund í góðu veðri .  Síðan var farið í Sólgarð þar sem Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara er til húsa.  Þar kenndi margra grasa og þótti afar merkilegt, sér í lagi allir þeir smámunir sem þar eru að finna.   Sverrir hefur safnað áhöldum er lúta að eldsmíði og járnsmíði og segja má að verkfæri af ólíklegasta uppruna séu aðall safnsins.  Sverrir varðveitti sjálfur safngripi sína í húsakynnum sínum að Aðalstræti 38 á Akureyri þar til á vormánuðum árið 2003 er hann og Auður Jónsdóttir kona hans færðu Eyjafjarðarsveit safn sitt að gjöf.   Mönnum þótti ótrúlegt hverju hann hefur safnað og er skorað á alla að skoða safnið sem eiga leið um Norðurland. Á heimleiðinni fórum víð í Kaffi Kú og fengum okkur kaffi og aðrar veitingar.  Að því loknu fóru allir glalir heim.

 

      
 

Sjá fleiri myndir hér!

Gerast félagi

Útvarp heilaheilla

Viđburđaskrá

 «   » 
SMŢMFFL
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30