06.01.2018
Miklar framfarir viš snemmtękt inngrip!

HEILAHEILL hélt sinn mánaðarlega morgunfund í morgun, 1. laugardag hvers mánaðar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Var þessi fundur hinn merkilegasti fyrir það hvað hann var fróðlegur og skemmtilegur!  Fjöldi manns kom og hlýddi á það sem fram fór, enda var af nógu af taka.  Eftir að formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt erindi sitt um stöðu félagsins í nútíð og framtíð, þá tók Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir við og hélt afar merkilegt erindi um stöðu slagsins (heilablóðfallsins) innan heilbrgðiskerfisins.  Greindi hann frá framförum í verkferlum innan spítalans er varðar slagið og hvað hefur áunnist, m.a. í gæðaprófun og segabrottnámi í forslagsferli, eins og hann greindi frá á s.l. ári, ásamt Ólafi Baldurssyni, framkvæmdastjóra læknasviðs Landspítalans.  Margar fyrirspurnir voru lagðar fram og svaraði Björn Logi greiðlega úr þeim.  Þá tók Ingibjörg Þórisdóttir leikkona við og flutti afar fróðlegt erindi um Guðríði Þorbjarnardóttur, kjarnakonu hér til forna, er getið er í Eiríks sögu rauða. En einnig segir af henni í Grænlendinga sögu. Guðríður var eftir því sem fyrrnefnda sagan segir dóttir Þorbjarnar, sonar Vífils, leysingja Auðar djúpúðgu, og Hallveigar Einarsdóttur konu hans, Sigmundssonar Ketilssonar landnámsmanns á Laugarbrekku.  Ingibjörgu þótti ekki henni væri nógu vel gaumur gefinn miðað við það sem hún hefur afrekað í Íslandssögunni.   Eftir hennar fróðlega erindi tók Soffía Karlsdóttir, leik- og söngkona við og söng nokkur lög og spjallaði við fundarmenn.  Höfðu menn mikla skemmtun af og gæddu sér á kaffi og meðlæti á meðan!

Gerast félagi

Śtvarp heilaheilla

Višburšaskrį

 «   » 
SMŽMFFL
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30